Söngur og sagnir á Suðurlandi

Tónleikar og sagnastund verður í Oddakirkju á Rangárvöllum sunnudaginn 15. september kl 17. 

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa, Gunnar Kvaran selló og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum.

Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna eftir Sigvalda Kaldalóns, Báru Grímsdóttur, A. Pärt, F. Schubert, C. Frank. A. Vivaldi, P. Mascagni o.fl.

Hópurinn hefur átt farsælt samstarf um árabil og nú síðast í Strandarkirkju í Selvogi i ágúst sl.  

Á tónleikunum kemur einnig fram Kirkjukór Odda og Þykkvabæjarkirkna undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og sóknarpresturinn sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir fer með bænir og blessunarorð.

Aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinKristín tekur sæti í bæjarstjórn
Næsta greinBúi Steinn og Ragnheiður fyrst í 100 km hlaupinu