Síðastliðinn fimmtudag opnaði sýningin Kona á skjön í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sýningin er farandsýning um Guðrúnu frá Lundi, einn okkar mest lesnu og sannarlega merkustu rithöfunda.
Guðrún byrjaði ekki að skrifa fyrr en tekin að halla í sextugt en sendi eftir það frá sér bók nánast á hverju ári. Sýningin mun standa út febrúar og er opin á sama tíma og safnið.
Sunnudaginn 26. janúar kl. 14:30 verður sannkallaður „sparibolla-viðburður“ á safninu, þá koma þær Kristín S. Einarsdóttir og Marín G. Hrafnsdóttir og kynna sýninguna og verða með „kaffi-kviss“ sem er léttur og skemmtilegur spurningaleikur úr Dalalífi og fleiri bókum Guðrúnar.
„Við eigum ekki bolla í stíl við viðburðinn svo endilega komið þið með sparibollana með ykkur og fáum okkur sopa saman,“ segir í fréttatilkynningu frá bókasafninu.