Spennandi tónleikar í Skálholti

Í dag kl. 16 verða spennandi tónleikar í Skálholtskirkju. Þá flytur Sönghópurinn Hljómeyki, ásamt gítarleikurunum Hafdísi Bjarnadóttur og Ragnari Emilssyni, verk Hafdísar Bjarnadóttur, Tónar úr eldhúsi minninganna, við ljóð Einars Más Guðmundssonar.

Verkið, var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholtskirkju síðastliðið sumar og er mjög fjölbreytt og skemmtilegt, en í því kallast á margir ólíkir stílar.

Verkið og flutningurinn síðastliðið sumar fengu gríðargóða dóma og var sérstaklega minnst á það í ársyfirliti gagnrýnanda Fréttablaðsins sem eina af eftirminnilegri tónleikum ársins 2012.

Tónleikarnir verða síðan endurtekinn á Myrkum músíkdögum í Norðurljósasal Hörpu, þann 1. febrúar kl. 22:00.

Stjórnandi Hljómeykis er Marta G. Halldórsdóttir.

Fyrri greinRíkisstjórnin fundaði á Selfossi
Næsta greinVilborg Arna saumar fyrsta sporið