Spunatónleikar í Sunnlenska bókakaffinu

Í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20, verða einstaklega áhugaverðir spunatónleikar í Sunnlenska bókakaffinu.

Flytjendur eru Charity Chan, píanó og harmóníkuleikari , Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónskáld og Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.

Charity Chan er píanó og harmóníkkuleikari sem sérhæfir sig í frjálsum spuna. Eftir að hafa lært klassískan píanóleik frá unga aldri fór hún að hafa áhuga á að leika eins mikið innan í píanóinu eins og með lyklunum. Hún hefur leikið með mörugm af helstu spunatónlistarmönnum heims s.s. Jean Derome, Lori Freedman, Frank Gratowski, Fred Frith og Joelle Leandre. Eftir að hafa lært tónlist í Háskólunum McGill, Mills College og Princeton starfar hún sem píanóleikari í Montreal. Hún ferðast reglulega og er að koma af tónleikaferð frá m.a. Þýskalandi og Grikklandi áður en hún kemur við á Íslandi.

Guðmundur Steinn Gunnarsson og Þráinn Hjálmarsson eru einkar afkastmikil ung tónskáld. Verk þeirra hafa verið flutt hér heima og erlendis og þeir eru hluti af félagsskapnum í S.L.Á.T.R.I. En það eru félagsskapur tónskálda sem hafa áhuga á ágengri samtímatónlist.

Aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinSelfoss fær 3,6 milljónir frá UEFA
Næsta greinBryndís Sigurðar: Ágætu Sunnlendingar