Stærsta bókagjöf í sögu þjóðarinnar

Sr. Eiríkur J. Eiríksson hefði orðið 100 ára þann 22. júlí 2011. Eiríkur og kona hans, frú Krístín Jónsdóttir, færðu Bæjar- og héraðsbókasafni Árnesinga bókasafn sitt að gjöf árið 1984 og telur það um 30 þúsund bindi.

Þetta er stærsta bókagjöf í sögu Íslands og í tilefni af 100 ára ártíð sr. Eiríks hefur verið sett upp sýning á helstu dýrgripunum úr safninu í Bókasafni Árborgar á Selfossi.

Þar má m.a. mestu dýrgripina í safninu sem eru Guðbrandsbiblía frá 1584 og Þorláksbiblía. Einnig má finna elstu bókina í safninu frá 1550 og fleiri perlur.

Fyrri greinTíu Skagamenn lögðu Selfoss
Næsta greinBílvelta á Skeiðavegi