Stálu þeir öllum stelpunum?

Hr. Eydís í hljóðstofu sveitarinnar á Youtube.

Strákarnir í Hr. Eydís sendu frá sér nýtt föstudagslag í gær, til þess að hita upp fyrir tónleikana sem eru framundan, Alvöru ´80s partý, á Sviðinu á Selfossi í kvöld og á Græna hattinum á Akureyri um næstu helgi.

Lagið er að þessu sinni er Wanted Dead or Alive með Bon Jovi og fengu Hr. Eydís-liðar vin sinn Svein Pálsson sem gestagítarleikara, en hann hefur spilað með hljómsveitinni á tónleikum og hann tók þetta á rafmagnsgítarinn Sambora-style.

Wanted Dead or Alive kom út árið 1986 og er á plötunni Slippery When Wet. Sú plata er náttúrulega algjör bomba og innheldur fleiri smelli eins og Livin´On a Prayer og You Give Love a Bad Name.

Jon Bon Jovi söngvari sveitarinnar var í hljómsveitarútunni einhversstaðar í Bandaríkjunum þegar hann heyrði lagið Turn The Page með Bob Seger. Lagið er mjög amerískt og kúrekalegt og hann hugsaði með sjálfum sér að Bon Jovi þyrfti að gera svona lag því sveitin er einmitt eins og kúrekar að nóttu til. Hljómsveitin kemur í bæina, drekkur og djammar, stelur öllum stelpunum og lætur sig svo hverfa. Já, þarna var hugmyndin komin og það leið ekki á löngu áður en lagið fæddist.

„Ég spilaði Wanted Dead or Alive mikið í partýjum á unglingsárunum. Það tóku alltaf allir undir, enda ekki annað hægt. Lagið er alveg geggjað, en það tók smá tíma að læra gítarlínuna enda ekki mögulegt að fara á YouTube eins og hægt er í dag,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís. „Verst að maður náði aldrei að safna í jafn glæsilegt hár og Jon Bon Jovi var með. Þetta var alveg öfundsvert hár sem alla rokkara dreymdu um að hafa. Nú er það hins vegar borin von,“ segir Örlygur og hlær við.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinSelfoss Karfa setur kvennalið aftur á laggirnar
Næsta greinÍBV vann Suðurlandsslaginn