Steina spil og „innrás“ Dananna minnst

Menningarmánuðurinn október verður haldinn hátíðlegur í Árborg í annað sinn í næsta mánuði. Farið var yfir drög að dagskrá mánaðarins á síðasta fundi Menningarnefndar Árborgar.

Þann 6. október verður opnuð myndlistarsýning í Gimli á Stokkseyri. Áhrif „Innrásar” Dana á Selfossi verður minnst þann 13.október og 120 ára afmæli Ölfussárbrúar og 150 ára afmæli Hannesar Hafsteins þriðjudaginn 18. október.

Talið verður í októberfest í Gónhól á Eyrarbakka föstudaginn 21. október og minningarkvöld um Þorstein Guðmundsson, Steina spil, verður laugardaginn 29. október.

Á fundi menningarnefndarinnar kom einnig fram að stórt lúðrasveitamót verður haldið á Selfossi helgina 7.-9. október.

Menningarnefndin hvetur alla þá aðila sem ætla að halda menningarviðburði í októbermánuði að setja sig í samband við Braga Bjarnason, starfsmann nefndarinnar á póstfangið bragi@arborg.is eða í síma 480-1900.

Fyrri greinBásahraun 17 og Friðarminni verðlaunuð
Næsta greinÞorsteinn vann Pétursbikarinn