Næstkomandi fimmtudag verður upplestur í menningarhúsinu Brimrót á Stokkseyri. Þá munu höfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Vala Hauksdóttir lesa upp úr verkum sínum.
Steinunn Sigurðardóttir er vel kunn fyrir verk sín og margverðlaunuð hérlendis og erlendis. Steinunn hefur líka hlotið heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands og hefur skrifað allrahanda texta; ljóð,skáldsögur, ævisögur, leikrit og handrit fyrir sjónvarp. Hennar þekktasta verk er vissulega Tímaþjófurinn sem kom út 1986.
Nýjasta skáldsaga Steinunnar, Ból, hlaut svo Íslensku bókmenntaverðlaunin núna í janúar. Eitt af meginþemum þeirrar skáldsögu er ferðalög og breytingar bæði á menn og náttúru. Hún mun einmitt lesa upp úr þessari skáldsögu á fimmtudagskvöldið. Fyrstu skáldverk Steinunnar voru hins vegar þrjár ljóðabækur gefnar út á árunum 1969 – 1979.
Með Steinunni verður Vala Hauksdóttir en hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör og er að taka sín fyrstu skref á sínum höfundarferlinum. Vala starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og er menntaður ferðamálafræðingur frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Limerick á Írlandi.
Ljóðið sem hún hlaut verðlaun fyrir heitir Verk að finna og er meitlað og skarpt í sýn sinni á hvernig tíminn líður í smæstu atriðunum. Það verður því sannarlega gaman að sjá hvernig þessar skáldkonur fást við skrifin og hvað tengir þær saman í sínum skrifum.
Brimróti á Stokkseyri hefur verið starfandi frá því 2019. Það er vinnu- og margnota rými á efri hæð Gimli sem 100 ára félagsheimili við Hafnargötu á Stokkseyri. Brimrót hafa verið í samstarfi með Bókabæjunum austanfjalls að halda upplestra og er þessi upplestur styrktur af Bókabæunum. Upplesturinn hefst klukkan 20:00.