Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var söluhæsta bókin í síðustu viku á Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.
Skammt þar á eftir kom nýjasta skáldsaga Bjarna Harðarsonar, Sigurðar saga fóts. Annar Sunnlendingur, Guðmundur Kristinsson, er í þriðja sæti með viðtalsbókina Sumarlandið, þar sem framliðnir eru teknir tali.
Í fjórða sæti er ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson og í fimmta sæti er ljósmyndabókin Eyjafjallajökull eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson.
Listinn er byggður á bóksölu dagana 17.- 23. nóvember.