Stórstjörnur íslenskra bókmennta mæta í vikulegan upplestur Sunnlenska bókakaffisins í kvöld kl. 20:30.
Þá verða þar Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnadrottning Íslands, ljóðaþýðandinn Óskar Árni Árnason og rithöfundarnir Jón Kalmann Stefánsson og Eiríkur Guðmundsson en báðir hlutu um helgina tilnefninu til íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Yfir vötnunum svífur svo andi Jochums Eggertssonar en Anna Lea Friðriksdóttir frá Lesstofunni kynnir endurútgáfu á galdraskræðu Jochums sem skrifaði undir skáldaheitinu Skuggi og þykir fremstur íslenskra utangarðshöfunda.
Húsið verður opnað klukkan 20 og lestur hefst um klukkan 20:30.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.