Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, kemur fram á Kótelettunni, tónlistarhátíð Selfyssinga á fimmtudagskvöldið.
Það verður reyndar allt troðfullt af frábærum atriðum þetta sama kvöld því Aron Can, Patrik, Hljómsveitin Hr. Eydís, Gústi B, Út í hött og verðlaunahljómsveitin Slysh frá Hveragerði.
Fimmtudagstónleikarnir eru sérstakir upphitunartónleikar fyrir helgina og það er frítt er inn á svæðið á þá tónleika og allir velkomnir. Tónleikarnir standa frá 19:00 til 22:30.
Nýtt lag frá Stuðmönnum
Stuðmenn eru að senda frá sér nýtt lag í næstu viku sem er endurgerð á laginu Fegurðardrottning sem kom út 1986. Nýja útgáfan er unnin í samstarfi við upptökustjórann Ásgeir Orra Ásgeirsson. Goðsögnin Ragnhildur Gísladóttir leiðir Stuðmenn sem fyrr og Magni „okkar“ Ásgeirsson hefur tekið stöðu karlsöngvara Stuðmanna eftir að Egill Ólafsson forsöngvari sveitarinnar varð frá að hverfa vegna veikinda. Saga Stuðmanna spannar orðið hálfa öld og tónlist þeirra órjúfanlegur hluti af dægurmenningu og sögu landsmanna.