Ný myndlistarsýning hefur verið opnuð í bókasafninu í Hveragerði. Listamaðurinn er Styrmir Geir Ólafsson málari.
Styrmir fæddist á Akureyri á því herrans ári 1969 en ólst upp í Reykjavík. Hann hefur búið á Hlíðardalsskóla síðastliðin 12 ár ásamt eiginkonu og þremur börnum.
Á sýningunni eru 13 olíumálverk, flest máluð á þessu ári, og eru þau öll til sölu. Sýningin stendur til 9. júní og er opin um leið og safnið, virka daga kl. 13-19 og laugardaga kl. 11-14.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.