Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi hefst í dag en hátíðinni lýkur á sunnudag. Selfyssingar eru hvattir til að skreyta hús sín í litum hverfanna og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.
Dagurinn í dag ber yfirskriftina „menningarlegur miðvikudagur“ en meðal annars verðu Fischersetrið opið, bókakynning verður á Sunnlenska bókakaffinu og í bókasafninu verður opnuð málverkasýning auk þess sem klippimyndir eru til sýnis í barnadeildinni. Þá er bókamarkaður í lesstofu safnsins.
Myndlistarfélag Árnesinga verður með opið hús síðdegis og fram á kvöld þar sem listamenn verða við vinnu sína en formleg setningarathöfn hátíðarinnar er á tröppum ráðhússins kl. 18 þar sem m.a. verða grillaðar pylsur.
Kvöldinu lýkur svo á kósýtónleikum með söngdúllunum Kristjönu Stefáns og Svavari Knúti.
Dagskrá hátíðarinnar má finna hér.
Það er Knattspyrnufélag Árborgar sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum.