Sumarlestur Bókasafns Árborgar á Selfossi hefst þriðjudaginn 9. júní kl. 13:00 og þá mæta allir sem ætla að taka þátt í sumarlestrinum.
Síðan verður börnunum skipt upp í hópa fyrir og eftir hádegi eftir því hvað hentar. Sumarlesturinn er alla þriðjudaga í júní frá 9. júní.
Í sumar ætlum að einbeita okkur að lestri bóka eftir Þorgrím Þráinsson og Sigrúnu Eldjárn. Við fáum til okkar sýninguna Þetta vilja börnin sjá! sem er sýning á 30 myndskreytingum íslenskra barnabóka sem komu út í fyrra og þar á meðal eru myndir í bókum eftir Þorgrím og Sigrúnu.
Þorgrímur Þráinsson kemur í heimsókn 9. júní klukkan 13:30 og les upp úr bókum sínum.
Skráning í sumarlestur er nauðsynleg og hægt er að skrá sig hér en þátttökublöð liggja líka í afgreiðslu bókasafnsins.