Þrjár Sunnlenskar bækur eru á topp fimm á metsölulista Sunnlenska bókakaffisins síðustu viku.
Í fysta sæti er Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem fer beint í toppsætið á sinni fyrstu viku á lista. Fast á eftir fylgir ljósmyndabók Gunnars Marels Hinrikssonar, Selfoss, sem hækkar sig um tvö sæti frá vikunni á undan.
Í 3. sæti er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson og þar á eftir koma ljóðabækur eftir sunnlenskar skáldkonur, Bláklukkur Guðrúnar Valdimarsdóttur á Selfossi og Kanill Sigríðar Jónsdóttur í Arnarholti.
Listinn miðast við sölu frá 6. til 13. desember.