Vestfirska forlagið hefur sent frá sér bókina „Hjólabókin“ eftir Ómar Smára Kristinsson frá Gíslholti í Holtum.
Ómar Smári býr á Ísafirð ásamt konu sinni Ninu Ivanovu.
Bókin er vandaður leiðarvísir fyrir alla sem ferðast um Vestfirði að því er segir í tilkynningu. „Það er hollt og skemmtilegt að hjóla. Ísland er yndislegur staður til að ferðast um á reiðhjóli.
Hér er lýst fjórtán hjólreiðaleiðum á Vestfjörðum sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi,“ segir höfundurinn.
Hjólabókin á sér sennilega enga hliðstæðu hér á landi. Lítil og nett en ótrúlega efnismikil. Rúmlega 200 ljósmyndir eru í bókinni, sex teikningar, 15 töflur og gröf, 20 kort og GPS punktar á völdum stöðum ásamt fróðleiksmolum og ýmsum öðrum hagnýtum upplýsingum.