Tónlistarmaðurinn og Þorlákshafnarbúinn Tómas Jónsson stendur þessar vikurnar fyrir hausttónleikaröð í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.
Nú þegar hafa verið haldnir tvennir tónleikar með Röggu Gísla og Valdimar og komandi sunnudag tekur Tómas á móti tónlistarkonunni GDRN.
Þau flytja úrval af lögum GDRN í bland við sívinsæla íslenska smelli úr hillunni sem landsmenn þekkja.
Á tónleikunum sem hefjast kl. 17 verður heimilisleg og notaleg stemning þar sem tónleikagestum er boðið upp á kaffisopa og heimagerða ástarpunga sem eru innifaldir í miðaverði.
„Afslappaðir og heimilislegir tónleikar, þar sem gæti brostið á með spjalli“