„Svanur ber undir bringudúni banasár“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 30. september kl. 15:00.
Á efnisskránni eru Strengjakvartett í C-dúr eftir Mozart, Sjöstrengjaljóð eftir Jón Ásgeirsson, sem verður níræður í október og Oktett eftir Mendelsohn.
Listamennirnir sem leika á tónleikunum eru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir og Júlíana E. Kjartansdóttir, víóluleikararnir Guðrún Hrund Harðardóttir og Svava Bernharðsdóttir, sellóleikararnir Inga Rós Ingólfsdóttir og Sigurður Halldórsson og kontrabassaleikarinn Richard Korn.