Sigurður Fannar Guðmundsson er Selfyssingum kunnur. En ekki sem rithöfundur. Til þessa. Trúður – metsölubók nefnist hans fyrsta skáldsaga.
„Þetta er ekki ævisaga en hún er vissulega persónuleg. Guðmundur Þór er mitt aukasjálf, einshvers konar ég, væri ég gargandi fyllibytta. Ég hegg oft nærri sjálfum mér en það er á léttu nótunum, eins og flest í bókinni. Hún er léttmeti á yfirborðinu, auðlæsileg öllum, en milli línanna er heimspeki, boðskapurinn í verkinu. Á blaðsíðu 200 má til dæmis finna svarið við tilgangi lífsins,“ segir Sigurður Fannar í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu