„Sveitaball eins og árið 1999“

Ingólfur Þórarinsson. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Næstkomandi laugardagskvöld verður risadansleikur í Reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum á Hellu. Fram koma Ingó og A-liðið, Regína Ósk og Sveppi.

„Þetta verður sveitaball eins og árið 1999. Meira að segja Valli Reynis ætlar að mæta og hann hefur ekki mætt síðan Buttercup voru vinsæl,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, í samtali við sunnlenska.is.

„Fólk er að fara tjalda á Gaddstaðaflötum svo þetta verður næst besta útihátíðin,“ segir Ingó en dansleikurinn er hluti af Töðugjöldunum á Hellu sem verða haldin hátíðleg næstu helgi.

„Fólk keyrir oft í gegnum Hellu en nú verður stoppað í meira en eina pylsu,“ segir Ingó að lokum.

Facebook-viðburður dansleiksins

Fyrri greinNaumt tap gegn toppliðinu
Næsta greinSektargreiðslur gærdagsins um 3 milljónir króna