Árlegir vortónleikar kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands verða haldnir í kvöld í sal skólans og hefjast klukkan 20.
Kórinn mun syngja lög frá öllum áttum og þannig sýna það sem hann hefur verið að fást við í vetur. Kórinn hefur m.a. verið að vinna við hljóðupptökur á íslenskum dægurlögum við undirleik hljóðfæraleikara sem jafnframt eru nemendur við skólann. Munu þeir mæta og leika undir í nokkrum lögum.
Einnig munu nokkrir nemendur flytja okkur lög úr söngleiknum Grís Horror sem leikfélag skólans hefur verið að sýna við mjög góðar undirtektir.