Í tengslum við þróunarverkefni Kerhólsskóla; Til móts við náttúruna, stendur yfir sýning á verkefnum leik- og grunnskólanemenda í anddyri grunnskóladeildar og stjórnsýsluhúss.
Sýningin nær síðan inn í skólann og upp á aðra hæð.
Hún er opin frá kl. 8-16 á virkum dögum til og með 18. júní. Hluti af sýningunni er á skólalóð grunnskóladeildar, tólf stórir fánar, teiknaðir og málaðir af öllum leik- og grunnskólanemendum skólans.
Nánar má kynna sér þróunarverkefnið á heimasíðu skólans.