Leikdeild Umf. Gnúpverja hefur undanfarið sýnt gleðidramað Nanna systir eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason í Félagsheimilinu Árnesi.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá leikritið því næstsíðasta sýning er í kvöld fimmtudagskvöld og lokasýning á morgun föstudag.
„Þetta er búið að fá svakalega góðar undirtektir og við erum alveg í skýjunum með viðtökurnar,“ sagði Ingvar Hjálmarsson, einn leikaranna í sýningunni, í samtali við sunnlenska.is.
Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi tekið vel í þessa sýningu, sem leikstýrt er af hinum góðkunna stórleikara, Erni Árnasyni. Vegna góðra undirtekta var ákveðið að bæta við sýningum í kvöld og á morgun.
Sýningarnar hefjast kl. 20:00 og hægt er að panta miða í síma 869-1118 eða á netfanginu gylfi1sig@gmail.com. Miðaverð er 3.000 krónur og frítt er fyrir 12 ára og yngri.