Á morgun, laugardag kl. 13:30, bjóða bókasafnsdömurnar í Bókasafninu á Selfossi í dömulegt sumarkjóla-teboð á bókasafninu.
Herrarnir eru að sjálfsögðu velkomnir líka, ekki endilega í sumarkjólum. Dagskráin verður tileinkuð Shakespeare en þennan dag eru 450 ár frá fæðingu hans.
Einnig verður fjallað um um þann rammíslenska sið að bjóða sumarið velkomið.
Kristín Runólfsdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir ætla að heiðra afmælisbarnið Shakespeare. Karítas Birna Eyþórsdóttir spilar á fiðlu. Rósa Traustadóttir býður sumarið velkomið.