
Ljósmyndasafn Reykjavíkur birti í dag á Facebooksíðu sinni nokkrar stórkostlegar ljósmyndir úr myndasafni Helgu Fietz (1907-1958).
Fólkið á myndunum er allt ónafngreint og leita safnverðir nú að nánari upplýsingum um myndirnar. Hér fyrir neðan er hægt að smella á Facebookfærsluna og skrá síðan upplýsingar við hverja mynd, búi fólk yfir þeim.
Á myndavef safnsins er nú hægt að skoða yfir 440 myndir eftir Helgu, mestmegnis litmyndir, flestar teknar 1954.