Skammdegishátíðin Þollóween hlaut lista- og menningarverðlauna Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2021. Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að afhenda verðlaunin fyrr en nú í mars.
Tillögur til verðlaunanna voru teknar fyrir í bæjarráði í nóvember síðastliðnum og var einhugur hjá bæjarráði um það hver skyldi hljóta verðlaunin.
Í síðustu viku var boðað til samveru í Versölum þar sem handhafar verðlaunanna voru heiðraðir en í umsögn bæjarrás segir að þessar hugmyndaríku og flottu konur sem standa að baki hátíðinni séu virkilega vel að verðlaununum komnar.