Tónahátíð í Flóahreppi

Hin árlega tónahátíð félagsheimilanna í Flóahreppi hefst í kvöld, laugardagskvöld, með tónleikum í Félagslundi.

Í tilefni af 100 ára afmælisárs Oddgeirs Kristjánssonar alþýðutónskálds frá Vestmannaeyjum verða valin lög hans flutt af Jóni Gunnari Biering Margeirssyni gítarleikara, Ingólfi Magnússyni bassaleikara og Hafsteini Þórólfssyni söngvara en Hafsteinn er langafabarn Oddgeirs.

Oddgeir var frumkvöðull í tónlistarlífi Vestmannaeyja. Hann var upphafsmaður þeirrar hefðar að semja lög fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem hann gerði nánast óslitið frá árunum 1933-1965. Oddgeir samdi einnig lög fyrir leikrit, fjáraflanir og önnur tilefni. Á dagskrá tónleikana verða helstu perlur hans fluttar ásamt því að flytja lög sem eru síður þekkt. Í bland við flutninginn verða sagðar sögur af verkum hans.

Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast kl. 21.

Næstu viðburðir tónahátíðarinnar eru leiksýningin Mamma, ÉG? í Þjórsárveri 15. október og tónleikar með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna í Þingborg 5. nóvember.

Fyrri greinGæsaskyttur í vanda
Næsta greinSelfoss tapaði í Mýrinni