Með fótinn í dyrunum heitir tónlistardagskrá á Myrkum músíkdögum sem flutt var í Reykjavík í dag. Á föstudag, þann 30. janúar kl. 17:30 verður brot úr sömu dagskrá flutt á örtónleikum í Bókakaffinu á Selfossi.
Höfundur tónlistar er bandaríska tónskáldið Ken Steen en flytjendur eru nemendur í tónlistarháskólanum í Hartford.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.