Í tilefni af 20 ára afmæli Einkaklúbbsins býður Arion banki viðskiptavinum sínum sem eru í vildarþjónustu bankans á tónleika með Diddú, Agli Ólafssyni og Jónasi Þóri undirleikara í Selfosskirkju, miðvikudaginn 9. maí kl. 19:30.
Það eina sem viðskiptavinir þurfa að gera til að fá miða er að mæta í útibú Arion banka á Selfossi eða hafa samband við sinn þjónusturáðgjafa. Óski viðskiptavinir Einkaklúbbsins, sem ekki eru í vildarþjónustu Arion banka, eftir miða er alveg sjálfsagt að verða við þeirri ósk, enda eru tónleikarnir haldnir í tilefni af afmæli Einkaklúbbsins. Hins vegar er skilyrði að framvísa gildu Einkaklúbbskorti til þess að fá miða afhendan.
Diddú og Egill hafa unnið saman í fjölda ára en leiðir þeirra lágu fyrst saman á áttunda áratugnum. Á tónleikunum munu þau syngja nokkur af sínum þekktustu lögum og má þar nefna „Það brennur“, „All I ask of you“ úr Phantom of the opera og Fúsalög. Bæði eiga þau að baki farsælan söngferil og mikinn fjölda aðdáenda. Það er því gott að hafa í huga „fyrstur kemur, fyrstu fær“ og bíða ekki boðanna heldur sækja sér miða á tónleikana við fyrsta tækifæri.