Páll Óskar, Ragga Gísla og Magnús Kjartan mæta og halda uppi fjörinu í fjörunni þegar Icewear fagnar 50 ára afmæli í Vík í Mýrdal á fimmtudag.
Það verður boðið upp á Svörtu sanda partýi í fjörunni fyrir framan verslun Icewear í Vík, fimmtudaginn 14. júlí á milli klukkan 17-19.
„Það verður sko mikið fjör í fjörunni fyrir unga sem aldna,“ lofar Bryndís R. Hákonardóttir, markaðsstjóri Icewear. Magnús Kjartan mun stýra fjörusöng við varðeldinn, glæsileg tískusýning fer fram í ótrúlega fallegri náttúru og Páll Óskar og Ragga Gísla munu halda uppi (fjöru)fjörinu”.
Snillingurinn DJ Hlynur sér um tónlistina fyrir framan Icewear, en þar verður kósí tjaldstemning á bílastæðinu og öllum boðið upp á grillaðar pylsur og með því. Andlitsmálning, kastali, glaðningur, popp, krapís og fleira spennandi verður í boði fyrir börnin.
„ Við hvetjum alla til að kíkja við, upplifa stemninguna og fagna með okkur þessum yndislega áfanga,“ segir Bryndís. „Við ákváðum að halda 50 ára afmæli Icewear í Vík, en verslun Icewear í Vík er stærsta útivistar- og ullarvöruverslun landsins og telur í dag um 2.200 fermetra. Nýjasta viðbótin er einmitt gamla prjónaverskmiðjan Víkurprjón sem nú hefur verið breytt í verslunarrými.“