Trönuspjallið sló í gegn

Fjölmenni var hjá listmálaranum Elfari Guðna Þórðarsonar á lokadegi sýningarinnar Frá Djúpi til Dýrafjarðar í Gallerí Svartakletti á Stokkseyri síðastliðinn sunnudag.

Þar fór einnig fram trönuspjall þar sem spjallað var um sýninguna og málararaferil Elfrars Guðna í víðu samhengi. Rakið var hvernig samskipti Flateyringa við Elfar Guðna ná allt til ársins 1984 að Björn K. Hafberg flutti á Stokkseyri sem kennari og varð samkennari Elfars Guðna.
Þá var einnig farið yfir samskiptin frá árinu 1999 að Björn Ingi Bjarnason og fjölskylda flytja á Stokkseyri og síðan Eyrarbakka og Elfar Guðni flytur í Menningarverstöðina Hólmaröst á Stokkseyri og opnar vinnustofuna og sýningarsalinn Svartaklett.
Framhald þessa eru fjórar dvalir Elfars Guðna Í Mannlífs- og menningarsetri Önfirðingafélagsins að Sólbakka 6 á Flateyri. Það eru á árunum 2003, 2004, 2008 og nú 2012 sem var þriggja vikna dvöl. Elfar Guðni rakti sérstaklega þessa síðustu dvöl á Sólbakka og mikilvægi hennar fyrir sig sem listamann og þann mikla innblástur sem hann fékk þar og mun búa að lengi.
Trönuspjallið leiddu þeir Björn Ingi Bjarnason, Elfar Guðni Þórðarson, Guðbrandur Stígur Ágústsson og Björn E. Hafberg.
Eiginkona Elfars Guðna, Helga Jónasdóttir og dæturnar Valgerður Þóra og Elfa Sandra buðu sýningargestum til veislu á eftir og var gríðarleg ánægja Trönuspjallsgesta með þessa dagstund í Svartakletti á Stokkseyri.
Myndir frá deginum má skoða á vef Önfirðingafélagsins í Reykjavík
Fyrri greinMikill viðsnúningur á rekstrinum
Næsta greinBjarni hættur í Vg