Það verður þjóðhátíðarstemning í miðbænum á Selfossi í kvöld þegar brekkusöngnum í Vestmannaeyjum verður varpað á risaskjá á Brúartorgi. Vegna veðurs verður brekkusöngurinn einnig á öllum hæðum í húsinu Friðriksgáfu, á Sviðinu og Miðbar.
Dagskrá Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum hefst á öllum risaskjám miðbæjarins klukkan 20 og stendur fram eftir kvöldi en hápunkturinn er sjálfur brekkusöngurinn með Magnúsi Kjartani sem hefst kl. 23:00.
Selfyssingar og gestir þeirra eru hvattir til að fjölmenna í “tröppusöng” á Brúartorgi, eða á Miðbar og Sviðinu, og taka undir með brekkunni í Eyjum.