Laugardaginn 17. mars tekur Listasafn Árnesinga þátt í menningarmars Hrunamanna með því að efna til dagskrár, en Hrunamannahreppur er eitt af átta sveitarfélögum Árnessýslu sem eiga og reka safnið.
Laugardaginn 10. mars voru opnaðar tvær nýjar sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Annars vegar sýningin Þjórsá, sem er innsetning og umhverfisverk eftir Borghildi Óskarsdóttur og hins vegar Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign þar sem verk í eigu safnsins eru til skoðunar.
Á laugardaginn verður listasmiðja fyrir fjölskylduna verður í gangi kl. 13-16 þar sem Kristín Þóra Guðbjörnsdóttir myndmenntakennari leiðbeinir og kl. 14 mun Inga Jónsdóttir sýningarstjóri ganga um sýningarnar og ræða um þær við gesti.
Þátttaka í listasmiðjunni og aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir, Hrunamenn sem og aðrir.