Ljóð, norðurljós, eldgos og glitrandi íshellar eru meðal þess sem má sjá ámyndum Rúnu K. Tetzschner á sýningu sem opnuð verður á Bókasafninu í Hveragerði í dag kl. 12-14.
Einnig verða til sýnis silkiskreyttullarsjöl, álfahúfur og ullarskúlptúrar í mynd íslenskra fjalla eftir KömmuNíelsdóttur.
Mæðgurnar Kamma og Rúna vinna um þessar mundir í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði og er þessi skemmtilega sýning haldin í tilefni þess með hlýlegum þökkum til Hveragerðisbæjar og bókasafnsins.
Rúna starfar jafnhliða við listir og fræði. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og íslenskunám við Háskóla Íslands þar sem hún er nú auk þess í M.A. námi í norrænni trú. Rúna hefur starfað á ýmsum söfnum, er höfundur ljóðabóka, barnabóka og fræðibóka og hefur haldið fjölda myndlistarsýninga í Danmörku þar sem hún hefur dvalið langdvölum síðan 2008.
Kamma er leikskólakennari að mennt og fv. leikskólastjóri. Í fjölmörg ár rakhún einnig Kömmuskóla í Garðabæ, skapandi myndlistarskóla fyrir yngstu börnin. Síðan 2007 hefur hún sjálf leyft sér að þróast sem listamaður og sérhæft sig í þæfðri ull og hönnun á ullarvörum. Kamma hefur einnig sýnt víðs vegar um Danmörku á undanförnum árum.
Listakonurnar verða á staðnum við opnunina og segja frá verkum sínum. Einnig má hitta þær við sýninguna laugardagana 9., 16. og 23. mars kl. 12-14.
Allir eru velkomnir.