Á hverju ári í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Líkt og undanfarin ár tekur Grunnskólinn í Hveragerði þátt í henni en smásagan átti að þessu sinni að tengjast þemanu Dear World.
Gunnar Helgason rithöfundur tilkynnti nemendum úrslit í innanskólakeppninni á sinn einstaka og skemmtilega hátt og í kjölfarið fengu vinningshafar afhent glæsileg bókaverðlaun og viðurkenningarskjal.
Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu eftirtaldir nemendur bækur eftir Roald Dahl => úr 5. AJK: Hróar Ingi Hallsson, úr 5. BE: Matthías Þór Eyþórsson, og úr 5. LH: Hera Fönn Lárusdóttir.
Í flokknum 6. –7. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur í bókaflokknum Bear Grylls Adventures => úr 6. SS: Dagbjört Fanný Stefánsdóttir, og Sigurður Grétar Gunnarsson, og úr 7. ÖAG: Bryndís Klara Árnadóttir.
Í flokknum 8. – 10. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur í bókaflokknum Percy Jackson eftir Rick Riordan => úr 8. MÍ: Úlfur Þórhallsson, úr 9. SÁ: Hallgrímur Daðason, og Kiefer Rahhad Arabiyat Bárðarson.
Vinningssögurnar verða svo sendar í landskeppnina og auk þess verður úrval smásagna sett upp á sýningu á bókasafninu í Sunnumörk í desember og er alveg tilvalið að fara þangað í aðventunni til að lesa þær.
Á myndunum með nemendum eru Ólafur Jósefsson enskukennari, Sigmar Karlsson deildarstjóri miðstig og Heimir Eyvindarsson deildarstjóri elsta stigs.





