Nú er uppáhaldstími margra; jólabókaflóð og vonandi góðir dagar með kakóbolla, bók og teppi, jólatónlist og aðventuljós og næstu daga verður ýmislegt um að vera á Bókasafni Árborgar á Selfossi.
Mánudaginn 11. desember kemur Ulle Hahndorf með nokkrum ungum hljóðfæraleikurum frá Tónlistarskóla Árnesinga og spila jólalög fyrir gesti kl. 16:00.
Föstudaginn 15. desember kl. 16:45 kemur svo Maria Weiss með sína jólaengla til þess að spila ljúfa tónlist.
Laugardaginn 16. desember ætlar Jólakötturinn að koma og lesa sögu fyrir börnin eins og honum einum er lagið.
Á bókasafni Árborgar á Selfossi verður opið bæði 23. desember og 30. desember frá kl. 10-2. Þá verður rólegt á safninu, bækur, blöð, litir og jólapúslið sett fram og jólabækurnar að sjálfsögðu til að gleðja bókaunnendur.