UniJon bjóða uppá rólega og notalega stemningu á Safnahelgi í Draugasetrinu á Stokkseyri, með tónleikum í kvöld, sunnudagskvöldið 2. nóvember kl. 20.
Söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi eru músíkalst par. Saman kalla þau sig UniJon.
UniJon voru seinasta vetur á tónleikaferð um Evrópu, þar sem þau hafa kynnt plötuna sína Morning Rain. Þau eru nú mjög glöð að vera flutt í kyrrðina á Stokkseyri, og hlakka til að spila í nýja heimabænum sínum.
Uni og Jón Tryggvi gáfu bæði út sólóplötur árið 2009, en hafa síðan samið og spilað sem dúett. Tónlist þeirra er á rólegu, þjóðlegu og rómantísku nótunum. UniJon hafa verið rómuð fyrir ljúfsára og notalega stemningu. UniJon bjóða uppá tónleika þar sem þér gefst kostur á að slaka á og sleppa tökunum á amstri hversdagsins.