Unnur Birna djazzar í Tryggvaskála í kvöld

Unnur Birna Björnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Unnur Birna og jazzkvartett hennar mæta í Tryggvaskála á Selfossi í kvöld, fimmtudaginn 19. desember, þar sem alúðleg stemning verður í hávegum höfð. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og eru með hléi.

Elstu menn telja að þetta sé 32. árið sem haldinn verður jóladjazz í hinum einstaka Tryggvaskála.

Í fyrra var uppselt svo mælt er með því að fólk bregðist snöggt við. Fréttir herma að vertinn verði í sparigallanum bakvið barinn þetta kvöldið.

Kvartettinn skipa Unnur Birna fiðla/söngur, Pálmi Sigurhjartarson pianó, Gunnar Jónsson trommur og Sigurgeir Skafti bassi. Leynigestur mun líta við.

Miðasala er á tix.is.

Fyrri greinÁrborg og Byggðasafnið endurnýja þjónustusamning
Næsta greinVeruleikinn