Unnur og Skafti fengu menningarverðlaun Hveragerðis

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Menningar, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar veitti á dögunum Unni Birnu Björnsdóttur og Sigurgeir Skafta Flosasyni menningarverðlaun Hveragerðisbæjar.

Unnur Birna, fiðluleikari og söngvari, hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum í Hveragerði, haldið marga tónleika í bænum og verið við hinar ýmsu athafnir í Hveragerðiskirkju. Hún stjórnar barnakór Hveragerðiskirkju og eins hefur hún verið kórstjóri Söngsveitar Hveragerðis.

Sigurgeir Skafti, bassaleikari og hljóðkerfastjórnandi, hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum í Hveragerði með Unni Birnu unnustu sinni. Hann hefur verið frumkvöðull og framkvæmdastjóri hátíðarinnar Allt í blóma sem haldin hefur verið undanfarin ár í Hveragerði.

„Saman hefur parið eflt mikið tónlistarlíf í Hveragerði og verður gaman að fylgjast með komandi verkefnum hjá þeim,“ segir í frétt frá Hveragerðisbæ.

Fyrri greinOR skoðar vindorkugarða í nágrenni Hellisheiðar
Næsta greinViljastyrkurinn er vanmetinn