Upphaf eldgoss í Heimaey og áhrifin á Þorlákshöfn

Í dag eru liðin 40 ár frá því að eldgos hófst í Heimaey. Þessi viðburður er Eyjamönnum í fersku minni og hafði mikil áhrif á samfélög á Suðurlandi þar sem tekið var á móti Eyjabúum.

Heilmiklir fólksflutningar áttu sér stað og í kjölfarið settust fjölmargir Vestmannaeyingar að í Þorlákshöfn og víðar á fasta landinu.
Á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn verður efnt til kvöldstundar í kvöld klukkan 20:00, þar sem Vestmannaeyingar búsettir í Þorlákshöfn rifja þessa lífsreynslu upp.
Þá munu íbúar sem komu að fólksflutningi og móttöku eyjaskeggja rifja upp þau áhrif sem gosið hafði á allt samfélagið í Þorlákshöfn.
Allir eru velkomnir og boðið upp á kaffiveitingar.
Fyrri greinTveir handteknir eftir bílveltu
Næsta greinHafsteinn og Kristján danskir bikarmeistarar