Fimm rithöfundar mæta til leiks í Bókakakaffinu á Selfossi fimmtudagskvöldið 23. nóvember og lesa úr verkum sínum. Húsið verður opnað klukkan átta en lestur hefst hálf níu og stendur í klukkustund.
Þeir sem lesa að þessu sinni eru Helga Jóhannesdóttir sem kynnir bókina Litagleði, Heiðrún Ólafsdóttir sem les úr nýrri ljóðabók sinni, Ég lagði mig aftur, Bjarki Bjarnason sem gefur út örsöguljóð sín í bókinni Tíminn snýr aftur, Bjarni Harðarson með skáldsöguna Í skugga drottins og Ármann Jakobsson með skáldsöguna Brotamynd.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, notaleg stemning yfir kakóbolla og bóklestri.