Þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00 verður kynning á bókum þriggja kvenna á Bókasafni Árborgar Selfossi.
Marta Eiríksdóttir skrifar um Mojfríði einkaspæjara en Mojfríður vinnur við að njósna um eiginmenn í framhjáhaldi, bók sem kitlar hláturtaugarnar.
Guðrún Sigríður Sæmundardóttir kynnir bókina Andstæður sem er bók sem fjallar um vændi, forréttindi, jaðarhópa, mannréttindi og mannlega reisn.
Monika Dagný Karlsdóttir kynnir bækurnar um íslenska fjárhundinn Hófí en þetta eru barnabækur sem höfundur skrifaði um hund sem hún átti sjálf.
Allir velkomnir og aldrei þessu vant – frítt inn!