Útgáfu Spinal Chords fagnað

Í dag kl. 16:00 verður opnuð málverkasýning og um leið fagnað útgáfu geisladisksins Spinal Chords í Gallerí Ormi, Sögusetrinu á Hvolsvelli.

Útgáfa geisladisksins Spinal Chords með Porterhouse er til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Hægt er að kaupa diskinn með því að hringja í styrktarlínu Vodafone, 908-7070. Diskurinn er einnig til sölu í Sögusetrinu á Hvolsvelli og MM á Selfossi og kostar 3000kr.

Porterhouse er í dag tónlistarverkefni systkinanna Finns Bjarka og Þorbjargar Tryggva og Hilmars sonar Finns. Á sýningunni sameinast tónlist og myndlist í verkum Porterhouse og Sigrúnar Jónsdóttur listmálara frá Ásvelli í Fljótshlíð.

Sigrún Jónsdóttir hefur myndskreytt tíu tónverk úr smiðju Porterhouse. Hún túlkaði hvert þeirra á sinn hátt í málverki eftir innihaldi og áferð lagsins. Tónlistin mun hljóma undir sýningunni sem stendur til 11. ágúst. Opið er alla daga frá 9-18. Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Fyrri greinDjassað í Skógum
Næsta greinLækkar allsstaðar nema í Ásahreppnum