Næstkomandi sunnudag, þann 12. ágúst kl. 14:00 verður útimessa í Arnarbæli í Ölfusi. Séra Jón Ragnarson sóknarprestur messar.
Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar og boðið verður upp á kirkjukaffi eftir messu.
Arnarbæli er við Ölfusá, fornfrægur kirkjustaður og prestssetur frá því um 1200 og til 1909.
Til að komast þangað er ekið um Arnarbælisveg, nr. 375, sem er fyrsti afleggjari af þjóðvegi nr. 1, skammt fyrir austan Kotstrandarkirkju (greinilega merktur: Arnarbæli).
Messað verður í Kotstrandarkirkju í óhagstæðu veðri.