Valgeir í Sólheimakirkju

Það var mikið fjölmenni á Menningarveislunni á Sólheimum um síðustu helgi í bongóblíðu og vöktu sýningarnar verðskuldaða athygli.

Sýningarnar verða að sjálfsögðu opnar í allt sumar ásamt kaffihúsinu og versluninni Völu sem eru opin alla daga frá kl. 12 -18.

Í Sólheimakirkju á laugardag kl. 14 mætir enginn annar en Valgeir Guðjónsson og flytur lög sem flest allir þekkja og á milli laga flytur hann gamanmál.

Á sunnudag kl 15 tekur Paulo Bessa náttúrufræðingur og starfsmaður Sólheima á móti gestum sem vilja fræðast um nýtingu jurta sem eru týndar eða ræktaðar í landi Sólheima.

Fyrri greinKvennahlaupið á Selfossi
Næsta greinFallegasta höfuðfatið verðlaunað