Ingólfur Þórarinsson sendi frá sér nýtt lag á Youtube í gærkvöldi, sem margir hafa beðið eftir.
Allir þekkja lagið „Suðurlandsins eina von“ sem Ingó samdi um Arilíus Marteinsson. Nú er næsta goðsögn úr fótboltanum á Selfossi komin með sitt lag en það er enginn annar en Valli Reynis.
Viðlagið er löngu orðið þekkt en Ingó og Gummi bróðir hans frumfluttu lagasmíðina á tónleikum í Hótel Selfossi í desember síðastliðnum og er óhætt að segja að smellurinn sé grípandi.
Spurning hvort þetta fái að hljóma í brekkusöngnum á Þjóðhátíð?