Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga, tók í gær á móti veglegri gjöf úr listaverkasafni Íslandsbanka.
Um er að ræða sjö verk eftir Ásgrím Jónsson, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Þorleifsson og Jón Engilberts.
Gjöfin var afhent við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu en þær Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra og Birna Einarsdóttir, bankastjóri, afhentu gjöfina.