Vel tekið á móti nýju fólki

Vetrarstarfi Leikfélags Selfoss verður ýtt úr vör með hinum árlega haustfundi í Litla leikhúsinu við Sigtún í kvöld kl. 20:30.

Á fundinum verður dagskrá vetrarins kynnt en margir stórir sem smáir viðburðir verða á dagskrá á leikárinu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi bæði sem áhorfendur og þátttakendur.

Fundurinn verður léttur og notalegur að vanda, heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir. Sérstaklega er tekið vel á móti nýju fólki sem hefur áhuga á að bætast í hina sívaxandi leikhúsfjölskyldu eða vill kynna sér starf leikfélagsins betur.

Fyrri greinMinna af fýl en venjulega
Næsta greinÓsjálfbjarga í sveppavímu