Í tengslum við Safnahelgi Suðurlands um helgina bjóða Vestfirðingar heima og heiman ásamt Sunnlendingum til fagnaðar í Hótel Selfoss í kvöld, föstudagskvöld kl. 21–01.
Þar munu Vestfirðingar og Sunnlendingar stinga saman menningarnefjum með ýmsum hætti.
Bækur, tónlist, söfn, mannlíf og menningarveita. Útgáfuhátíð hljómsveitarinnar Granít frá Vík í Mýrdal en þeir hafa tekið upp tvo diska í hljóðverinu Tankinum á Flateyri.
Hljómsveitin Granít og söngvararnir Hlín Pétursdóttir frá Stokkseyri og Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal koma fram.
Heiðruð verður minning listamannsins Hafliða Magnússonar frá Bíldudal sem lést í sumar en hann bjó á Selfossi frá árinu 1998.
Fjöldi Vestfirðinga og Sunnlendinga stíga á stokk og taka dansspor í lokin.
Allir eru hjartanlega velkomnir, enginn aðgangseyrir og aðgöngumiðinn er miði í veglegu happdrætti.