Víbekka Sól sýnir í Skyrgerðinni

Víbekka Sól. Ljósmynd/Aðsend

Myndlistarkonan Víbekka Sól Andradóttir sýnir um þessar mundir í Skyrgerðinni í Hveragerði.

Víbekka málar með acryl á striga, spegla og tekur stundum gömul málverk sem eru ónýt og málar yfir og tengir stundum myndina við þá mynd sem var á bakvið. Þetta er fimmta myndlistarsýningin sem Víbekka heldur.

Opið hús verður á sunnudag í Skyrgerðinni þar sem Víbekka verður sjálf á staðnum á milli klukkan 14-17. Kaffi og gos í boði Víbekku og tilboð á veitingum hjá Skyrgerðinni.

Víbekka stundaði meðal annars nám hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hefur einnig brennandi áhuga á leiklist og var að ljúka námi í kvikmyndatækni hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi.

Sýningin stendur fram í miðjan október.

Á Instagram-síðu Víbekku má sjá fleiri verk eftir hana.

Víbekka málar m.a. með Acryl á striga. Ljósmynd/Aðsend
Verk eftir Víbekku. Ljósmynd/Aðsend

 

Fyrri greinMálið sem þolir ekki ljósið
Næsta greinOpna dyrnar til aukins tengslanets og samstarfs